Söguhornið: David Robinson

tim_duncan_og_david_robinsonDavid Robinson fæddist í Key West í Florida 6. ágúst árið 1965 en hann var annað barn hjónanna Ambrose og Freda Robinson.

Fjölskylda hans fluttist oft milli staða þar sem faðir hans var í bandaríska hernum en eftir að hann hætti þar settist fjölskyldan að í Woodbridge í Virginiu og þar sem David skaraði fram úr í flestum íþróttum nema körfubolta.

Hann sótti  Osbourn Park-skólann í framhaldsskóla sem er í Manassas sem er rétt fyrir utan Washington.

Á lokaári sínu í framhaldsskóla var hann orðinn rétt rúmlega tveir metrar á hæð en hann hafði enn ekki æft körfubolta að fullu en hann byrjaði þó að stunda íþróttina seinna á árinu. 

Robinson gekk í U.S. Naval Academy-háskólann og er sagður vera besti körfuboltaleikmaður í sögu skólans. Hann valdi sér treyju númer 50 eftir fyrirmynd sinni, Ralph Sampson, og hefur allan sinn feril spilað í henni.

Hann spilaði fyrstu þrjú ár sín í háskóla (með Navy Midshipmen men's-liðinu) undir stjórn Paul Evans sem yfirgaf það til að þjálfa lið Pittsburgh-skólans í körfubolta og á lokaári hans í skólanum spilaði hann undir stjórn Pete Herrmann.

Hann var svo valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavali NBA árið 1987 en hann mátti þó ekki spila með þeim strax því hann þurfti að vera tvö ár í hernum, samkvæmt reglum háskólans. 

Tímabilið 1989-90 var fyrsta tímabil hans í NBA af 14 tímabilum með San Antonio Spurs. Þá skoraði hann 24,3 stig, tók 12,0 fráköst og gaf 2,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en árið eftir skoraði hann 25,6 stig, tók 13,0 fráköst og gaf 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Tímabilið 1993-94 skoraði 29,8 stig að meðaltali í leik en það tímabil skoraði hann flest stig að jafnaði í leik á ferlinum.

Hann vann tvo NBA-meistaratitla og báða með Tim Duncan, þann fyrri árið 1999 og þann seinni árið 2003.

Afrek:

  • NBA-meistari (1999, 2003)
  • Mikilvægasti leikmaður NBA (1995)
  • Besti varnarmaður (1992)
  • Nýliði ársins (1990)
  • Valinn í lið ársins (1991, '92, '95, '96)
  • Valinn í varalið ársins (1994, '98)
  • Valinn í þriðja lið ársins (1990, '93, 2000, '01)
  • Valinn í varnarlið ársins (1991, '92, '95, '96)
  • Valinn í varavarnarlið ársins (1990, '93, '94, '98)
  • Tíu sinnum valinn í Stjörnuleikinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband