Palli kominn heim

Páll Kristinsson sem hefur spilað hjá Grindavík
síðustu fjögur tímabilin hefur ákveðið að snúa aftur heim í Njarðvíkina.
Samningurinn er upp á eitt ár og verður það mikill styrkur fyrir Njarðvíkurliðið.
Ferill Páls Kristinssonar á Íslandi er stórglæsilegur, hann hefur spilað 14 tímabil í efstu deild þar af 10 með UMFN.  Hátindur Palla var eflaust árið 2002 þegar hann var lykilmaður í Íslands & Bikarmeistaraliði UMFN.  Í úrslitaeinvíginu árið 2002 gegn Keflavík var Palli með 17 stig og 10 fráköst að meðaltali á leik og var hreint út sagt frábær.  Tímabilið 2003-2004 gerði Palli 17 stig að meðaltali og reif 9 fráköst að meðaltali hjá UMFN.  Einnig gerði Páll frábæra hluti í Grindavík og það er ljóst eftir framistöðuna í úrslitakeppninni 2009 að Palli á nóg eftir!

Palli K.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband